28.5.2012 | 19:01
Stærðfræði
Á vorönn var ég að gera verkefni í stærðfræði. Ég var að læra að nota exel. Ég var að vinna verkefni um bátasölu. Ég skrifaði allt inná exel og bjó svo til einhverneigin rit t.d. súlurit, stöplarit eða línurit sem útskýrðu útreikninganna. Svo copy-aði ég verkefnið inná word og gerði það fallegra með því að breyta litnum á blaðinu. Að lokum birti ég það á blogsíðunni minni.
Mér fannst gaman að gera þetta verkefni og ég væri til í að gera það aftur eitthvertímann seinna
Hér er verkefnið mitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2012 | 14:31
Trúarbragðafræði
Á vorönn var ég að gera verkefni um um það sem var sameiginlegt og ólíkt með trúarbrögðunum þremur gyðingdóm, kristni og islam. Ég skrifaði textan í word og fann myndir og setti inn. Ég aflaði upplýsingum á trúarbragðavefnum sem er inná namsgagnastofnum. Þegar ég hafði lokið vinnu minni í word þá vistaði ég því og setti inná bloggið.
Mér fannst gaman að gera þetta verkefni en ég væri ekki til í að gera svona aftur.
Hér er verkefnið mitt:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2012 | 13:35
Firðir Noregs
Í náttúrufræði hef ég verið að læra um undur náttúrunnar en kennarinn útlutaði verkefnum og fékk ég firði Noregs. Ég byrjaði á því að lesa hefti með upplýsingum og skrifa þær í Word. Þegar ég var búin að skrifa upplýsingarnar úr heftinu þá fór ég á netið og skoðaði á wikipedia en þar fann ég engar upplýsingar. Þegar það var búið þá fór ég að skrifa upplýsingarnar í power point og síðan fann ég myndir við hverja einustu glæru. Ég var með 2 eða fleiri myndir á hverri glæru og að lokum fór ég að sníða bakrunninn á glærunum.
Þegar ég var búinn með glærurnar mína þá bjó ég til kynningu og síðan kynnti ég þetta fyrir bekkinn
Ég lærði fullt af þessu t.d. að maður getur gert svo margs konar glærur inná power point og að myndir útskýra mjög mikið og maður þarf ekki að hafa mikinn texta
Mér fannst þetta dálítið erfitt en ég væri til í að gera svona aftur
Hér eru glærurnar mínar um firði Noregs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2012 | 14:38
Danska - En dag i mit liv
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2012 | 13:12
Bókagagrýni - Rökkurhæðir Óttulundur
Rökkurhæðir - Óttulundur
Bókin Rökkurhæðir Óttulundur er önnur bók eftir Mörtu Hlín Magnadóttur og er 106 bls. Bókin er rosalega spennandi og fjallar um Vigdísi sem er 15 ára. Hún er föðurlaus og einkabarn móður sinnar sem er mikið í burtu og er dvelur því mikið hjá ömmu sinni í Óttulundi. En nú finnst henni hún ekki velkomin þar og er ásótt af undalegum draumum og illum augum. Í fyrsta skipti á ævinni er hún virkilega hrædd.
Okkur fannst bókin skemmtileg og spennandi en það sem okkur fannst skemmtilegast var þegar Vígdís og Jóhanna fóru upp á háalofti að gramsa í dóti því það voru svo spennandi. Það eina sem okkur fannst skrítið var að stundum kom mismunandi letur á stöfunum.
Við gefum bókinni 5 stjörnur af 5
Elín Sigríður og Guðrún Silja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2012 | 09:25
Bókagagnrýni - Rökkurhæðir Rústirnar
Rökkurhæðir - Rústirnar
Bókin sem við völdum okkur heitir Rökkurhæðir Rústirnar. Höfundur bókarinnar er Birgitta Elín Hassel og bókin er 121 bls. Þessi bók er rosalega spennandi en hún fjallar um 14 ára stelpu sem heitir Anna Þóra. Einn daginn var hún að flýta sér heim af handboltaæfingu og hitti stelpu. Þær fara að tala saman og gerðu með sér samkomulag um að stelpan gerði Önnu Þóru greiða og lærði fyrir hana. En á móti myndi Anna Þóra gera stelpunni greiða en greiðinn var sá að alla sunnudaga ætti Anna Þóra að giska á nafn stelpunnar. Ef hún næði að giska á nafnið fyrir lokaprófið þá myndi stelpan hverfa úr lífi hennar en ef hún næði því ekki myndi Anna Þóra hverfa og stelpan koma í stað hennar í lífinu. Okkur fannst bókin skemmtileg, sorgleg og spennandi eða s-in 3. Það sem var mest spennandi var hvort Anna Þóra fengi að halda lífi sínu eða ekki. Það sem var sorglegt var að hundurinn Píla var drepinn og Margrét vinkona Önnu Þóru hvarf og allt var þetta stelpunni að kenna. En það skemmtilega var hvað maður gat lifað sig inn í bókina eins og maður væri á staðnum þegar allt gerðist.við gefum bókinni 5 stjörnur af 5
Elín Sigríður og Guðrún silja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2012 | 09:00
Hallgrímur Pétursson
Á miðönn var ég að læra um Hallgrím Pétursson.
Hallgrímur var fæddur 1614 í Gröf á Höfðaströnd. Hallgrímur þótti nokkuð baldinn í æsku.
þegar Hallgrímur var aðeins níu ára var hann tekinn inn í skólann á Hólum í Hjaltadal. hann var rekinn þaðan líklega vegna kvepsskapsins þá fór hann úr landi til Þýskalands og fékk starf sem járnsmiður. þegar hann var kominn til kaupmannahafnar hitti hann Guðríði þau fluttu saman til Íslands og eignuðust þar þrjú börn Eygjólf, Guðmund og Steinunni. Hallgrímur varð veikur og gat ekki synt prestskap sínum og dó úr holdsveiki í Ferstiklu þann 27. október 1674.
Mér fannst rosalega skemmtilegt að vinna þetta verkefni og væri alveg til í að gera það aftur.
Hér er glærukynningin mín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2012 | 10:58
Tyrkjaránið
Ég hef verið að læra um Tyrkjaránið á miðönn. Það var áhugavert að læra um Tyrkjaránið og öðruvísi. Kennarinn las nokkra mikilvæga hluta úr Reisubók Steinunnar Jóhannesdóttur.
Það sem mér fannst áhugaverðast var hvað fólkið var í ánauð í mörg ár, hvað bréfið sem Guðríður Símonardóttir sendi til Eyjólfs var lengi á leiðinni eða um 8 ár og hvað mennirnir sem áttu Íslendingana voru miskunnarlausir.
Mér fannst það áhugavert af því að ég mundi ekki geta þraukað svona lengi í þrælkun.
Já ég náði nokkurn veginn að setja mig í spor fólksins með því að hugsa eins og ég væri þau og hlusta vel á söguna.
NÚNA ER ÉG BÚIN AÐ GERA FRÉTTABÆKLING UM TYRKJARÁNIÐ HVERNIG FANNST MÉR AÐ GERA HANN Í PUBLISER: það var öðruvísi að gera hann í Publiser af því að ég hef aldrei gert það áður en það var líka gaman
Hér er fréttabæklingurinn minn
Bloggar | Breytt 19.1.2012 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2011 | 21:54
Reykjaferðin
Vikuna 14.-18. nóvember fóru ég og bekkurinn minn á Reyki. Við vöknuðum kl: 8:00 alla morgna síðan fórum við í morgunmat kl:8:30. Eftir það fóru hóparnir 3 í mismunandi tíma. Í íþróttum fórum við í leiki og síðan í sund það sem var áhugaverðast í íþróttum var hvað allir leikirnir voru skemmtilegir. Í náttúrufræði fórum við í fjöruna að tína kræklinga o.fl. það var áhugavert hvað voru margar ógeðslegar pöddur í fjörunni. Í Undraheim auranna var verið að reyna á þolinmæðina og síðan fórum við að spila það sem kom mér á óvart var hvað við (krakkarnir) voru þolinmóð
Á Byggðasafninu skoðuðum við hluti og við máttum líka snerta hlutina og það sem var áhugavert var að maður mátti snerta virkilega GAMLA HLUTI og að lokum var það Stöðvarleikir en þar fórum við í göngutúr og Unnar (kennari) sagði okkur frá stöðunum. það var áhugavert hvað þessi tími var skemmtilegur. Unnar var skemmtilegasti kennarinn. Mér fannst geðveikt á REYKJUM en þetta var skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í
Bloggar | Breytt 22.11.2011 kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2011 | 10:13
Staðreyndir um Evrópu
Á haustönn var ég að gera verkefnið staðreyndir um Evrópu. Fyrst byrjaði ég á því að svara 24 spurningum sem voru uppá töflu. Þessar spurningar voru um Evrópu. Þegar ég var búin skrifaði ég þessar spurningar inná word og setti myndir og skreytti. Svo setti ég hana inná box.net og svo inná bloggið. Mér fannst þetta verkefni skemmtilegt, en þetta tók samt dálítið langan tíma.
Svona lítur hún út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)