21.11.2011 | 21:54
Reykjaferðin
Vikuna 14.-18. nóvember fóru ég og bekkurinn minn á Reyki. Við vöknuðum kl: 8:00 alla morgna síðan fórum við í morgunmat kl:8:30. Eftir það fóru hóparnir 3 í mismunandi tíma. Í íþróttum fórum við í leiki og síðan í sund það sem var áhugaverðast í íþróttum var hvað allir leikirnir voru skemmtilegir. Í náttúrufræði fórum við í fjöruna að tína kræklinga o.fl. það var áhugavert hvað voru margar ógeðslegar pöddur í fjörunni. Í Undraheim auranna var verið að reyna á þolinmæðina og síðan fórum við að spila það sem kom mér á óvart var hvað við (krakkarnir) voru þolinmóð
Á Byggðasafninu skoðuðum við hluti og við máttum líka snerta hlutina og það sem var áhugavert var að maður mátti snerta virkilega GAMLA HLUTI og að lokum var það Stöðvarleikir en þar fórum við í göngutúr og Unnar (kennari) sagði okkur frá stöðunum. það var áhugavert hvað þessi tími var skemmtilegur. Unnar var skemmtilegasti kennarinn. Mér fannst geðveikt á REYKJUM en þetta var skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.